Í fyrsta skipti í níu ár hjá Ronaldo

Ronaldo og félagar súrir í leikslok.
Ronaldo og félagar súrir í leikslok. AFP

Í fyrsta skipti frá tímabilinu 2009-10 mun Cristiano Ronaldo ekki leika listir sínar í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Ronaldo og félagar hans í Juventus féllu úr leik fyrir frábæru liði Ajax á heimavelli í átta liða úrslitunum í kvöld þar sem Ronaldo skoraði mark Juventus í 2:1 tapi.

Ronaldo hefur hampað Evrópumeistaratitlinum með Real Madrid undanfarin þrjú ár og í fjögur skipti á síðustu fimm árum.

Juventus keypti hann fyrir tímabilið frá Real Madrid fyrir 100 milljónir evra og hann átti að vera leikmaðurinn til að tryggja liðinu Evrópumeistaratitilinn í fyrsta sinn í 23 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert