Hefur engar áhyggjur af Ofurdeildinni lengur

Aleksander Ceferin.
Aleksander Ceferin. AFP/Joe Klamar

Forseti evrópska knattspyrnusambansins UEFA, Aleksander Ceferin hefur engar áhyggjur af því að stórlið í Evrópu muni gera aðra tilraun til að búa til Ofurdeild eins reynt var fyrir um ári síðan.

„Mér finnst ekki rétt að kalla þessa deild Ofurdeildina því hún er alls engin ofurdeild. Fyrir mér eru allar hugmyndir um þessa deild úr myndinni í að minnsta kosti 20 ár. Ég veit ekki hvað mun gerast eftir það.“

12 af stærstu liðum Evrópu tóku þátt í stofnun Ofurdeildarinnar í apríl á síðasta ári. Átti hún að vera andsvar þeirra við Meistaradeild Evrópu en eigendur félaganna vildu stærri sneið af kökunni. Stuðningsmenn, leikmenn og fleiri aðilar mótmæltu þó harðlega og svo fór að öll liðin nema þrjú sögðu sig úr deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert