Stórliðið komið í kjörstöðu um Albert

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Stórliðið Inter Mílanó er komið í kjörstöðu um að tryggja sér knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson. 

Ítalski miðilinn virti Gazzetta dello Sport fullyrðir í blaði sínu að Inter sé komið með yfirhöndina í kapphlaupinu um Albert. 

Landsliðsmaðurinn er þá sagður hafa gefið Inter grænt ljós og að hann vilji frekar halda áfram á Ítalíu frekar en að færa sig yfir til Englands, en Tottenham er sagt hafa áhuga. 

Albert mun kosta um það bil 30 milljónir evra en hann er nú staddur í Ungverjalandi ásamt íslenska landsliðinu sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Úkraínu um sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fer sá leikur fram í Póllandi næstkomandi þriðjudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert