Andrea og Ingvar fljótust í snjónum

Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í kvennaflokki.
Andrea Kolbeinsdóttir sigraði í kvennaflokki.

Alls tóku 287 hlauparar þátt í Hlaupaseríu FH og Bose í Hafnarfirði í gærkvöld. Hlaupararnir hlupu í snjó og erfiðu færi og á köflum gekk á með nokkrum vindi og byl en keppendur létu það ekki á sig fá. Sem fyrr var hlaupin 5 km leið meðfram strandlengjunni í Hafnarfirði. Veðrið og erfið skilyrði hafði eins og gefur að skilja nokkur áhrif á mætingu og tímatöku hlauparanna. 156 karlar og 131 kona tóku þátt í hlaupinu.

Ingvar Hjartarson kom fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum …
Ingvar Hjartarson kom fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum 18:13 mínútur. Ljósmynd/FH

Þess má geta að sex hlauparanna eru á áttræðisaldri og létu engan bilbug á sér finna. Aldursforsetinn er Eysteinn Hafberg en hann verður áttræður á árinu. Ingvar Hjartarson sigraði í karlaflokki á tímanum 18:13 mín. Í öðru sæti varð Arnar Pétursson á 18:44 og í þriðja sæti hafnaði Þórólfur Ingi Þórsson á 18:56. Í kvennaflokki sigraði Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 20:43. Elín Edda Sigurðardóttir á 21:17 og þriðja varð Íris Anna Skúladóttir á 21:52 mín.

Ljósmynd/FH
Ljósmynd/FH
Ljósmynd/FH
Ljósmynd/FH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert