Janus og Ómar stóðu fyrir sínu

Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk fyrir Álaborg.
Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk fyrir Álaborg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingaliðið Aalborg vann sigur á Bjerringbro-Silkeborg, 33:30, þegar liðin áttust við í fyrsta undanúrslitaleik sínum um danska meistaratitilinn í handknattleik í kvöld.

Aalborg var með frumkvæðið frá byrjun og skoraði 19 mörk í hálfleik, en að honum loknum var liðið með sex marka forskot 19:13. Aalborg lét forskotið aldrei af hendi eftir hlé þó bilið hafi minnkað milli liðanna, en lokatölur urðu 33:30 fyrir Íslendingaliðið.

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon áttu báðir fínan leik fyrir Aalborg. Janus skoraði fimm mörk og Ómar Ingi skoraði fjögur.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitaeinvígið þar sem mótherjinn verður annað hvort Íslendingaliðanna GOG eða Skjern.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert