Axel hefur valið Spánarfara

Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, og Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona.
Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, og Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Axel Stefánsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í handknattleik, hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Spáni í umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019. Fyrri leikur verður á Spáni eftir viku en sá síðari í Laugardalshöllinni 6. júní kl. 19. 

Kvennalandsliðið heldur til Noregs á mánudaginn og mætir B-landsliði Noregs á þriðjudaginn. Frá Noregi heldur íslenska landsliðið til Spánar en leikið verður í Málaga. 

Undanfarnar vikur hefur hópur 22 leikmanna æft undir stjórn Axels. Sex af þeim sitja eftir heima en þeir leikmenn sem Axel hefur valið til leikjanna eru þessir:

Markmenn:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel, 18/0

Hafdís Renötudóttir, Boden, 23/1 

Vinstra horn:

Sigríður Hauksdóttir, HK, 9/16

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfossi, 18/23

Vinstri skytta:

Andrea Jacobsen, Kristinastad, 15/13

Helena Rut Örvarsdóttir, Dijon, 32/69

Lovísa Thompson, Val,  17/28

Leikstjórnendur:

Ester Óskarsdóttir, ÍBV, 26/19

Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax, 30/22

Karen Knútsdóttir, Fram,  95/336

Hægri skytta:

Thea Imani Sturludóttir, Volda, 33/45

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, Team Esbjerg, 89/184

Hægra horn:

Díana Dögg Magnúsdóttir, Val,  15/15

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram, 99/288

Línumenn:

Arna Sif Pálsdóttir, Val, 147/267

Steinunn Björnsdóttir, Fram, 28/14

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert