Ísland hafnaði í sjötta sæti

Íslenska U17 ára landsliðið hafnaði í sjötta sæti.
Íslenska U17 ára landsliðið hafnaði í sjötta sæti. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U17 ára landslið karla í handbolta mátti þola 29:32-tap fyrir Spánverjum í lokaleik liðsins á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Zvolen í Slóvakíu í dag. Fyrir vikið hafnar liðið í sjötta sæti.

Ísland var með 16:15-forskot í hálfleik en Spánverjar voru sterkari í seinni hálfleik og unnu að lokum þriggja marka sigur.

Íslenska liðið lék fimm leiki á mótinu, vann tvo þeirra og tapaði þremur. Leikurinn í dag var mun betri en leikurinn gegn Spánverjum í riðlakeppninni, sem endaði með níu marka tapi.

Mörk Íslands:

Róbert Dagur Davíðsson 5, Eiður Rafn Valsson 4, Gísli Rúnar Jóhannsson 3, Patrekur Guðmundsson Öfjörð 3, Ívar Bessi Viðarsson 3 Andri Clausen 3, Örn Alexandersson 2, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 2, Daníel Stefán Reynisson 2, Bjarki Jóhannsson 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert