Skiptu um skoðun eftir frammistöðu Eyjamannsins

Hákon Daði Styrmisson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Hákon Daði Styrmisson á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við þýska félagið Hagen. 

Hagen leikur í næstefstu deild þýska handboltans en Hákon Daði hefur farið á kostum með liðinu undanfarnar vikur og skoraði meðal annars 17 mörk í einum leik. 

Hákon Daði sagði í samtali við handbolta.is í byrjun mars að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Hefur frammistaða hans undanfarið breytt skoðun forráðamanna félagsins og verður hann því þar næstu árin. 

Hákon hefur skoraði 133 mörk í B-deildinni en hann er 11. markahæsti maður deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert