Modric valinn bestur

Luka Modric var valinn besti leikmaðurinn á HM.
Luka Modric var valinn besti leikmaðurinn á HM. AFP

Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins í Rússlandi og hlaut hann Gullbolta Adidas í verðlaun. Modric fór fyrir liði Króata sem hlaut silfurverðlaun á HM.

Hinn 19 ára gamli Kylian Mbappé úr sigurliði Frakka var valinn besti ungi leikmaðurinn en hann varð fyrsti táningurinn til þess að skora í úrslitaleik síðan Brasilíumaðurinn Pele lék þann leik árið 1958.

Gullskóinn vann Englendingurinn Harry Kane sem skoraði flest mörk allra, sex talsins, og gullhanskinn kom í hlut belgíska markvarðarins Thibaut Courtois, en Belgar hlutu bronsverðlaun. Tækninefnd FIFA valdi verðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert