Hetjurnar frá 2006 eru fyrirmyndirnar

Ástralir fagna eftir sigurinn á Túnis. Þeir mæta Dönum í …
Ástralir fagna eftir sigurinn á Túnis. Þeir mæta Dönum í dag í úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitunum. AFP/Jewel Samad

Graham Arnold, þjálfari ástralska landsliðsins í knattspyrnu, segir að leikmenn liðsins á HM eigi góðar fyrirmyndir frá árinu 2006 þegar Ástralía komst í fyrsta og eina skiptið til þessa í 16-liða úrslit heimsmeistaramótsins.

Þá voru leikmenn eins og Tim Cahill og Mark Viduka í aðalhlutverkum hjá Áströlum og Arnold segir að sínir leikmenn horfi mikið til þeirra.

„Núverandi kynslóð landsliðsmanna horfði á þessa menn spila í tíu ár. Þeirra draumur er að endurtaka afrekið frá 2006 og koma fótboltanum enn betur á kortið í Ástralíu. Að skrifa söguna er mikilvægt, og það er ekki nóg að Ástralir hafi fengið að gleðjast einu einni. Við þurfum að gera þetta oftar," sagði Arnold á fréttamannafundi fyrir leik Ástralíu og Danmerkur.

Sá leikur hefst klukkan 15 í Katar og Áströlum nægir jafntefli til að komast í sextán liða úrslitin, svo framarlega sem Túnisar vinna ekki Frakka á sama tíma.

Frakkland er með sex stig, Ástralía þrjú, Danmörk eitt og Túnis eitt fyrir lokaumferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert