Davidson leikur í NIT mótinu

Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson á dögunum.
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson á dögunum. AFP

Davidson fékk boð um að leika í National Invitation Tournament í bandaríska háskólaboltanum og mætir Lipscomb í nótt. Mótið er eins konar sárabót fyrir sterk lið sem voru nálægt því að komast í úrslitakeppni NCAA en náðu því ekki. 

Mótið fer fram í hinni frægu höll á Manhattan, Madison Square Garden, og er mikil hefð fyrir mótinu því það var fyrst haldið árið 1938. 

Davidson féll úr keppni í undanúrslitum í sínum riðli, Atlantic 10, á dögunum og komst ekki í úrslitakeppni NCAA, March Madness, eins og liðinu tókst að gera í fyrra.

Með Davidson leikur Jón Axel Guðmundsson og var Íslendingurinn fremstur í flokki í vetur. Var hann valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðlinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert