Mikil spenna hjá Vesturlandsliðunum

Keira Robinson skoraði 24 stig fyrir Skallagrím í kvöld.
Keira Robinson skoraði 24 stig fyrir Skallagrím í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skallagrímur náði í tvö stig í Stykkishólm í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld eftir mikla spennu. Skallagrímur vann nauman sigur 66:65. 

Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Skallagrímur hafði fimm stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann. Snæfell fékk síðustu sóknina í leiknum og gat tryggt sér sigur en það tókst ekki. 

Skallagrímur er með 10 stig eftir tíu leiki en Snæfell er með 4 stig eftir tíu leiki. 

Snæfell - Skallagrímur 65:66

Stykkishólmur, Dominos deild kvenna, 24. febrúar 2021.

Gangur leiksins:: 2:3, 10:7, 13:14, 17:17, 25:24, 25:26, 27:30, 31:32, 31:36, 36:41, 42:46, 45:50, 49:54, 53:56, 61:61, 65:66.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 22/15 fráköst/6 stoðsendingar, Emese Vida 13/21 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 12, Anna Soffía Lárusdóttir 12/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 6.

Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 24/14 fráköst, Sanja Orozovic 15/11 fráköst, Nikita Telesford 10/14 fráköst, Maja Michalska 7, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5, Arna Hrönn Ámundadóttir 3, Embla Kristínardóttir 2/5 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 30

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert