Stjarnan í góðri stöðu en Snæfell jafnaði

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir skorar fyrir KR í leiknum gegn Stjörnunni …
Hulda Ósk Bergsteinsdóttir skorar fyrir KR í leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan stendur vel að vígi í undanúrslitunum um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik eftir annan sigur sinn gegn KR í kvöld en Snæfell jafnaði hins vegar metin gegn Þór frá Akureyri.

Stjarnan vann KR á Meistaravöllum, 83:72, og er því komin með 2:0 forskot í einvíginu. Þriðji leikurinn fer fram í Garðabæ á föstudagskvöldið.

Kolbrún María Ármannsdóttir og Ísold Sævarsdóttir skoraðu 20 stig hvor fyrir Stjörnuna og Riley Marie Popplewell var með 14 stig og 19 fráköst.

Violet Morrow skoraði 26 stig fyrir KR og tók 13 fráköst og Fjóla Gerður Gunnarsdóttir skoraði 11 stig.

Snæfell vann Þór í Stykkishólmi, 64:59, og staðan þar er því 1:1. Liðin mætast á Akureyri á föstudagskvöld en ljóst er að minnst fjóra leiki þarf til að útkljá einvígi þeirra. 

Preslava Koleva skoraði 19 stig fyrir Snæfell og Cheah Whitsitt var með 18 stig og 12 fráköst.

Madison Anne Sutton skoraði 23 stig fyrir Þór og tók 12 fráköst og Eva Wium Elíasdóttir skoraði 14 stig.

KR - Stjarnan 72:83

Meistaravellir, 1. deild kvenna, 28. mars 2023.

Gangur leiksins:: 6:10, 11:17, 15:22, 19:28, 21:31, 25:37, 29:41, 34:48, 39:51, 41:57, 49:64, 55:67, 58:72, 61:81, 65:81, 72:83.

KR: Violet Morrow 26/13 fráköst, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 9/8 fráköst, Anna María Magnúsdóttir 9/5 fráköst, Anna Fríða Ingvarsdóttir 5/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 4, Fanney Ragnarsdóttir 3, Lea Gunnarsdóttir 3/7 fráköst, Helena Haraldsdottir 2.

Fráköst: 37 í vörn, 10 í sókn.

Stjarnan: Ísold Sævarsdóttir 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Kolbrún María Ármannsdóttir 20/11 fráköst, Riley Marie Popplewell 14/19 fráköst/7 stolnir, Bára Björk Óladóttir 12, Diljá Ögn Lárusdóttir 12/5 stoðsendingar, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 3, Fanney María Freysdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Guðmundur Ragnar Björnsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 103

Snæfell - Þór Ak. 64:59

Stykkishólmur, 1. deild kvenna, 28. mars 2023.

Gangur leiksins:: 5:2, 10:5, 15:10, 15:11, 18:17, 22:19, 27:19, 34:23, 39:30, 44:36, 46:40, 54:45, 56:49, 58:54, 60:56, 64:59.

Snæfell: Preslava Radoslavova Koleva 19/5 fráköst, Cheah Emountainspring Rael Whitsitt 18/12 fráköst, Ylenia Maria Bonett 13/8 fráköst/3 varin skot, Rebekka Rán Karlsdóttir 9/6 stoðsendingar, Dagný Inga Magnúsdóttir 3, Minea Ann-Kristin Takala 2/7 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 8 í sókn.

Þór Ak.: Madison Anne Sutton 23/12 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 14/8 fráköst, Tuba Poyraz 13/12 fráköst, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 6, Karen Lind Helgadóttir 2, Heiða Hlín Björnsdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Jón Svan Sverrisson, Anton Elí Einarsson.

Áhorfendur: 89

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert