Nova og Síminn semja um dreifingu enska boltans

Báðar íþróttastöðvar Símans verða aðgengilegar í Nova TV.
Báðar íþróttastöðvar Símans verða aðgengilegar í Nova TV. AFP

Nova og Síminn hafa samið um dreifingu á enska boltanum í gegnum Nova TV appið og þurfa notendur appsins ekki myndlykil til að vera með áskrift að enska boltanum, sem verður aðgengilegur í Apple TV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nova.

Haft er eftir Margrét Tryggvadóttir forstjóra Nova að ef allir losuðu sig við myndlykilinn „þá sparar það íslenskum heimilum um tvo milljarða króna í óþarfa kostnað.“ Er það markmið Nova með dreifingunni er að auðvelda fólki að hætta alfarið notkun myndlykla.

Síminn verður rétthafi enska boltans og selur íslenskum sjónvarpsáhorfendum áskrift að honum í gegnum eigin myndlykla og aðrar dreifileiðir, en mun nú einnig bjóða upp á áskriftina í gegnum sjónvarpsapp Nova á Apple TV. Einnig verður hægt að horfa á útsendingarnar í snjallsímum, spjaldtölvum og á nova.is.

Verða báðar íþróttastöðvar Símans aðgengilegar í Nova TV, en þriðju stöðinni verður bætt við þegar útsendingar verða frá leikjum í 4K-gæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK