indó opnar á Google Pay

Starfsfólk indó.
Starfsfólk indó. Ljósmynd/Aðsend

Viðskiptavinir indó, sem notast við Android-farsíma, munu í dag geta tengt greiðslukort sín við Google Wallet og borgað með snertilausum hætti í næstu verslun, hérlendis eða erlendis.

Indó vinnur einnig að því að klára innleiðingu á öðrum rafrænum greiðslulausnum fyrir notendur iOS, að því er fyrirtækið greinir frá í tilkynningu.  

Sparisjóðurinn indó.
Sparisjóðurinn indó. Ljósmynd/Aðsend

Hjá indó starfa 13 manns og „hefur fámennu teymi tekist að vinna hraðar en stærri bankar hérlendis - og erlendis í að klára innleiðingu á Google Pay,“ segir ennfremur. 

Þór Adam Rúnarsson, forritari indó.
Þór Adam Rúnarsson, forritari indó. Ljósmynd/Aðsend

Þá kemur fram, að undanfarnar vikur hafi sparisjóðurinn hleypt inn fjölda beta notenda af biðlista inn í indó appið og til standi að stækka jafn óðum við hópinn áður en hann opnar formlega fyrir alla í vetur.

Innleiðing Google Pay snemma í prufuferlinu komi til vegna áhuga fyrstu viðskiptavina að virkja rafrænar greiðslulausnir. Indó hafi jafnframt opnað fyrir sérstakan hugmyndabanka á vefsíðu sinni þar sem allir geti haft áhrif og kosið um nýjar tillögur af virkni í appinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK