Greinar fimmtudaginn 9. maí 2024

Fréttir

9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

149 manns sagt upp störfum í Grindavík

149 manns verður sagt upp störfum hjá Grindavíkurbæ frá og með 1. júní í hópuppsögn sem bærinn hefur kynnt vegna gjörbreyttra aðstæðna. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, sat upplýsingafund með bæjarstjórn ásamt öðrum úr… Meira
9. maí 2024 | Fréttaskýringar | 804 orð | 2 myndir

Áhyggjur af fæðingum án aðkomu fagfólks

Þrjú börn hafa fæðst án aðkomu fagfólks á Íslandi það sem af er ári og voru þau sex á síðasta ári. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins, en talan gæti þó verið hærri þar sem dæmi eru um að foreldrar kjósi að skrá börn sín ekki inn í kerfið og þar með eru engar heimildir til um tilvist þeirra Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 217 orð

Býður hættunni heim

Flókin staða kemur upp þegar konur kjósa að fæða barn án aðkomu fagfólks. Ekki er alltaf auðvelt að sannreyna að kona hafi raunverulega fætt það barn sem hún sækist eftir að skrá ef hún hefur hvorki sótt þjónustu mæðraverndar á meðgöngu né fætt barnið með aðkomu fagaðila Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Býst við breiðum stuðningi við útlendingafrumvarpið

„Málið er á lokametrunum og við erum að vinna að nefndaráliti sem verður afgreitt úr nefndinni fljótlega,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, í samtali við Morgunblaðið, en hún var spurð… Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Dansandi jólasveinar dimmitera

Á þessum tíma árs má sjá víða um miðborgina ungmenni gera sér glaðan dag í skemmtilegum búningum. Venjan er að sletta úr klaufunum í lok próftíðar og áður en útskriftir taka við. Þessir hressu jólasveinar voru á vappi við Arnarhól síðdegis í gær og… Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 600 orð | 1 mynd

Dýraleifar verði unnar í Dysnesi

Líforkuver ehf. áformar að reisa líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð. Framkvæmdin felur í sér uppbyggingu á vinnslu dýraleifa sem metnar eru í áhættuflokki. Afurðir eru kjötmjöl og fita sem eru nýttar til orkuframleiðslu Meira
9. maí 2024 | Fréttaskýringar | 679 orð | 3 myndir

Ekkert varðskip var við landið

Ekkert varðskip var á Íslandsmiðum síðastliðið föstudagskvöld þegar dráttarbáturinn Grettir sterki fékk á sig sjó suður af landinu og kallaði eftir aðstoð. Fimm menn voru um borð í dráttarbátnum. Varðskipið Þór var við æfingar í námunda við Færeyjar … Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Ferðabann í Gróttu tekur gildi

Varptími fuglanna er að ganga í garð og því hefur sumarlokun og ferðabann um friðlandið við Gróttu á Seltjarnarnesi tekið gildi. Það stendur frá 1. maí til 31. júlí. Á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar eru gangandi vegfarendur hvattir til að sýna tillitssemi Meira
9. maí 2024 | Fréttaskýringar | 396 orð | 5 myndir

Fjöruböð og hótel á Hauganesi

„Ég er búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum í 10-15 ár og nú ætlar hún loksins að verða að veruleika,“ segir Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri Ektafisks á Hauganesi í Eyjafirði og frumkvöðull í ferðaþjónustu á staðnum Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Friðrik Ómar kynnir stig Íslands

Söngv­ar­inn Friðrik Ómar Hjör­leifs­son verður stiga­kynn­ir Íslands á úr­slita­kvöldi Eurovisi­on-söngv­akeppn­inn­ar sem fram fer næstkomandi laug­ar­dags­kvöld. Mun hann kynna stig íslensku dómnefndarinnar Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Frumvarpið ekki til þess fallið að auka tekjur ríkissjóðs

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði við kynningu á lagareldisfrumvarpinu í gær að áætlað væri að gjaldtaka af eldinu ætti að skila ríkissjóði fimm milljörðum króna á ári. Benti hún á að gjaldtaka hefði ekki verið tekin upp í Noregi og… Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Fylkir er með flesta heimamenn

Fylkir hefur notað flesta uppalda leikmenn í fyrstu fimm umferðunum í Bestu deild karla í fótbolta en 12 af þeim 20 sem hafa spilað með Árbæjarliðinu ólust þar upp. Breiðablik á hins vegar flesta leikmenn í deildinni og Valur fæsta Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Gissur Páll tekur lagið með Valskórnum

Valskórinn á Hlíðarenda heldur árlega vortónleika sína í Háteigskirkju næstkomandi sunnudag kl. 16. Á tónleikunum verða tónlist og útsetningar Báru Grímsdóttur í hávegum í tilefni af því að hún hefur verið stjórnandi kórsins í 20 vetur Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Góður gangur í viðræðum Visku

„Kjaraviðræðum Visku við viðsemjendur sína miðar vel og góður gangur er í viðræðunum,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag Bandalags háskólamanna, sem á í viðræðum við… Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Grænlendingar ganga úr skaftinu

„Það voru að berast fréttir af því að forsætisráðherra Grænlands hefði dregið landið út úr norrænu samstarfi. Það er ekki alveg svo að þeir hafi dregið sig út úr Norðurlandaráði, en þeir eru með það til skoðunar,“ segir Bryndís… Meira
9. maí 2024 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Hert á loftárásum í Úkraínu

Íbúar Moskvuborgar sjást hér virða fyrir sér vestræn hergögn og bryndreka sem Rússaher hefur komið höndum yfir í hernaði sínum í Úkraínu, en þeim var stillt upp til sýnis í tilefni af árlegri sigurhátíð Rússa sem haldin er í dag Meira
9. maí 2024 | Erlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Héldu áfram árásum á Rafah-borg

Ísraelsher hélt áfram loftárásum sínum á Rafah-borg í gær, auk þess sem fótgönguliðar gerðu árásir á nokkrar byggingar í borginni. Vopnahlésviðræður standa enn yfir í Kaíró, en ekki þykja miklar líkur á að samið verði um hlé á átökunum á næstu dögum Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Hyggst tífalda stærð hótelsins

„Ég held að menn séu áhugasamir um að skoða hvort þarna séu tækifæri til að gera meira. Við teljum klárlega að Vos geti vaxið,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra Meira
9. maí 2024 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Hætt að framleiða Vaxzevira

Bresk-sænski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca tilkynnti í gær að bóluefnið Vaxzevira, eitt það fyrsta sem framleitt var gegn kórónuveirunni sem olli Covid-19, hefði verið tekið af markaði. Bóluefnið var m.a Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Landsáætlun um riðulaust Ísland

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur lagt fram í samráðsgátt landsáætlun um riðuveikilaust Ísland. Áætlunin er unnin af starfshópi sem var skipaður í byrjun ársins en vinnu hópsins leiddi Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Malarnám í boði í Eskey

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) hefur auglýst eftir aðilum sem eru tilbúnir að standa að rannsókn á mögulegri efnistöku í landi ríkisjarðarinnar Eskeyjar. Hún er vestan við Höfn og innan marka sveitarfélagsins Hornafjarðar Meira
9. maí 2024 | Fréttaskýringar | 571 orð | 8 myndir

Mæta eftirspurn með nýju húsi

Fasteignafélagið Íþaka áformar að hefja í sumar byggingu skrifstofuhúss á lóðinni Dalvegi 30a í Kópavogi og eru verklok áætluð vorið 2026. Íþaka hefur nýverið reist skrifstofuhús á lóðinni Dalvegi 30 þar við hlið og leigt út öll rýmin í byggingunni Meira
9. maí 2024 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Norrænu samstarfi slegið á frest

Múte B. Egede, formaður grænlensku landstjórnarinnar, mun ekki taka þátt í væntanlegum fundum Norðurlandaráðs og norræna ráðherraráðsins. Þetta tilkynnti hann í opnu bréfi á heimasíðu landstjórnarinnar Meira
9. maí 2024 | Fréttaskýringar | 1145 orð | 3 myndir

Ný króna fékk óðaverðbólgu í fangið

1981 „Þetta hefði þurft að gera fyrir löngu, það er ófært að hafa verðlausa peninga milli handanna.“ Gunnar Proppé verslunarmaður Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Óleyst vandamál í Ísafjarðarbæ

Ísfirðingar leitast áfram við að finna lausn á vandamáli tengdu kríunni í Skutulsfirði. Íbúar í Tunguhverfi, eða inni í firði eins og heimamenn orða það gjarnan, eru margir hverjir orðnir leiðir á sambúðinni við kríuna Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 626 orð | 1 mynd

Rekinn með halla samfleytt í níu ár

„Áætlunin er ekki metnaðarfyllri en svo að gangi hún eftir hefur ríkissjóður verið rekinn með halla samfleytt í níu ár. Það er með öllu óásættanlegt,“ segir í ítarlegri umsögn Samtaka atvinnulífsins um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025-2029 Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir

Ríkisútvarpið skuldar skýringar

„Í mínum huga skuldar Ríkisútvarpið skýringar á þeim ákvörðunum sem þarna bjuggu að baki. Það er lágmark að gera þá kröfu að það sé engum vafa undirorpið að Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fylgi lögum og ræki hlutverk sitt af… Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 470 orð | 2 myndir

Segir útlit fyrir lokun apóteka

„Ef þarna verður ekki breyting á mun það hafa í för með sér alvarlega röskun á starfsemi apótekanna í sumar, ekki síst í apótekum á landsbyggðinni,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við Morgunblaðið Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Segja Þórkötlu hafa afgreitt meirihluta umsókna

Fasteignafélagið Þórkatla hefur afgreitt allar þær umsóknir sem bárust félaginu í mars vegna kaupa á húseignum í Grindavík og ekki þurfti að skoða sérstaklega, en þær voru alls 528 talsins. Enn er þó unnið að vinnslu umsókna sem kröfðust sérstakrar skoðunar Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Sirra Sigrún sýnir í Undirgöngum

Sýning Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur Við erum hér verður opnuð í dag, fimmtudaginn 9. maí, kl. 17 í Gallerí Undirgöngum við Hverfisgötu 76. Sýningin samanstendur af röð nýrra verka sem meðal annars vísa í staðsetningar, kosmísk fyrirbæri og samskipti á milli þjóðríkja, að því er segir í tilkynningu Meira
9. maí 2024 | Fréttaskýringar | 511 orð | 1 mynd

Skuldahalinn lengist í Reykavík

Þegar litið er yfir rekstur þriggja stærstu sveitarfélaga landsins, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðarbæjar, síðastliðin tíu ár sést hvernig umgjörð fjármála hefur þróast með gjörólíkum hætti Meira
9. maí 2024 | Fréttaskýringar | 961 orð | 4 myndir

Sýndu hinn sanna hug þjóðarinnar

„Efnt hefur verið til samvinnu nokkurra manna undir kjörorðinu Varið land.“ Með þeim orðum hófst tilkynning sem hópur fjórtán manna sendi frá sér til fjölmiðla hinn 15. janúar 1974. Tilefnið var upphaf undirskriftasöfnunar, þar sem… Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Tjaran tekin upp á Tómasarhaga

Starfsmenn malbikunarverktakans Colas Ísland vinna við fræsingar á Tómasarhaga en þær marka upphaf malbikunarsumarsins í Reykjavík. Alls verður malbikað fyrir um 842 milljónir kr. í sumar og 230 milljónir til viðbótar fara í malbiksviðgerðir sem eru heilsársverk þegar veður leyfir Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 555 orð | 3 myndir

Undir sem aldnir Þingeyingar þöndu nikkur

Aþjóðadagur harmonikunnar var 4. maí sl. og af því tilefni boðaði Harmonikufélag Þingeyinga til tónleika í félagsheimilinu Breiðumýri eins og venja hefur verið. Hefð er fyrir því að fá ungt fólk til þess að spila á þessum degi og í þetta sinn komu nemendurnir úr Öxarfjarðarskóla Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 174 orð

Verri þróun skulda í Reykjavík sl. áratug

Allir helstu mælikvarðar sem notaðir eru til að meta stöðu sveitarfélaga segja sömu sögu um þróun á skuldum Reykjavíkurborgar annars vegar og Kópavogs og Hafnarfjarðar hins vegar. Hún er með þeim hætti að á meðan skuldir Reykjavíkur hafa aukist á… Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 449 orð | 2 myndir

Þakka tryggðina og bjóða ókeypis ís í dag

„Árbæingar hafa alltaf verið okkur góðir. Þeim og öðrum viljum við þakka fyrir tryggðina á tímamótum nú,“ segir Guðlaug Steingrímsdóttir, kaupmaður í söluturninum Skalla við Hraunbæ í Árbæjarhverfinu í Reykjavík Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 1296 orð | 6 myndir

Ævintýraleg vínsmökkun í iðrum jarðar

Bláa lónið hefur dregið til sín innlenda gesti í áratugi og ekki síður erlenda og er ein mesta landkynning og aðdráttarafl sem fyrirfinnst í íslenskri ferðaþjónustu enda talið eitt af undrum veraldar Meira
9. maí 2024 | Innlendar fréttir | 531 orð | 2 myndir

Öðlist færni og öryggi úti á vegum

Breytingar á hinu bóklega ökuprófi eru vonandi til bóta, segir Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands. Prófið hefur verið gagnrýnt, meðal annars fyrir hve þungt það sé og orðalag sé oft tyrfið Meira

Ritstjórnargreinar

9. maí 2024 | Staksteinar | 221 orð | 2 myndir

Átak gegn okinu

Í Morgunblaðinu í gær er vikið að reglufarganinu sem ásamt eftirlitsiðnaðinum sem því fylgir er að sliga fólk og fyrirtæki hér á landi. Óli Björn Kárason alþingismaður skrifar: „Við höfum fetað í fótspor Evrópusambandsins í regluvæðingu… Meira
9. maí 2024 | Leiðarar | 531 orð

„Aðrar miðlunarleiðir“

Á Ríkisútvarpið að miðla á öllum miðlum? Meira

Menning

9. maí 2024 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd

Allt í háaloft í illdeilum rappstjarnanna

Rappararnir Drake og Kendrick Lamar hafa löngum átt í illdeilum en um liðna helgi fór allt í háaloft upp þegar báðir sendu frá sér ný lög þar sem ásakanir á báða bóga mátti finna í textunum. Lamar sakaði ­Drake meðal annars um barnagirnd og að eiga… Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 650 orð | 2 myndir

„Allt það sem allir myndu ímynda sér“

Þjóðleikhúsið Óperan hundrað þúsund ★★★★★ Tónlist: Þórunn Gréta Sigurðardóttir. Texti: Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórn: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir. Lýsing: Friðþjófur Þorsteinsson. Myndband: Hákon Pálsson. Hljóðfæraleikarar: Katie Elizabeth Buckley, Franciscus Wilhelmus Aarnik og Grímur Helgason. Einsöngur: Herdís Anna Jónasdóttir. Frumsýning í Kassanum í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 3. maí 2024. Meira
9. maí 2024 | Fólk í fréttum | 98 orð | 11 myndir

Björn Hugason hélt tískupartí í Kiosk

Björn Hugason er íslenskur fatahönnuður sem stofnaði samnefnt fatamerki árið 2022. Fatalínan sækir innblástur í fornar íslenskar handverkshefðir með nýrri túlkun á hefðbundnu handverki, handlitunartækni og í mínímalísku formi Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 244 orð | 2 myndir

Bókaútgáfa styrkt um 38 milljónir

Miðstöð íslenskra bókmennta tilkynnti nýverið styrkveitingar til ritverka úr þremur sjóðum sem nema alls um 38 milljónum íslenskra króna. Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 nýs íslensks ritverks Meira
9. maí 2024 | Fjölmiðlar | 212 orð | 1 mynd

Froskurinn deyr ef þú kryfur hann

Skopskyn er furðulegt fyrirbæri sem seint verður skilið til fulls. Sumir halda því fram að til sé lélegt og gott skopskyn en það liggur í augum uppi að skopskyn er og verður alltaf afstætt. Það sem minni kynslóð þykir fyndið þykir ungu kynslóðinni í dag varla eða alls ekki fyndið Meira
9. maí 2024 | Fólk í fréttum | 909 orð | 3 myndir

Hátíðin hjálpleg íslenskum sprotafyrirtækjum

Nýsköpunarhátíðin Iceland Innovation Week fer af stað í fjórða skiptið dagana 13.-17. maí með alls konar viðburðum um allt land. Þó munu flestir þeirra fara fram í miðbæ Reykjavíkur. Markmiðið með hátíðinni er að gera nýsköpun sýnilega og aðgengilega almenningi Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Norrænt vor á Seltjarnarnesi á sunnudag

Kammerkór Seltjarnarneskirkju heldur sína árlegu vortónleika í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 16. Kórstjóri er Friðrik Vignir Stefánsson organisti kirkjunnar. „Þema tónleikanna er að þessu sinni kórlög frá öllum Norðurlöndunum Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Orgelandakt á uppstigningardag

L'Ascension eða Uppstigningin eftir Olivier Messiaen verður flutt í dag, uppstigningardag, kl. 11 í Hallgrímskirkju. Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju leikur en prestur verður sr Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 287 orð | 1 mynd

Samhljómur við náttúruna

Helgi Þorgils Friðjónsson lét að sér kveða á myndlistarvettvangi eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám í Hollandi undir lok áttunda áratugarins. Kom hann fram sem einn helsti frumkvöðull hins svokallaða „nýja… Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Síðasta stóra uppboð vetrarins í Fold

Síðasta stóra uppboði vetrarins í Gallerí Fold lýkur mánudaginn 13. maí en sýning á verkunum stendur yfir. Í tilkynningu segir að mörg „gríðarlega fín og fágæt verk“ séu boðin upp að þessu sinni. Er þar fyrst nefnt olíumálverkið „Kvöldroði“, „stórkostlegt verk eftir Þórarin B Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 46 orð | 5 myndir

Stjörnur skemmtanalífsins vestanhafs mættu á glyssýninguna Met Gala 2024 í New York í vikubyrjun

Stjörnur skemmtanalífsins vestanhafs mættu í vikubyrjun á glyssýninguna Met Gala í New York. Viðburðurinn er haldinn í Metropolitan-listasafninu og er tilefnið að safna fé fyrir búningadeild safnsins, sem geymir margar frægar flíkur. Þema ársins var: „Þyrnirósir: Tískan endurvakin“ og klæddust margar stjörnur flíkum innblásnum úr blómaríkinu. Meira
9. maí 2024 | Fólk í fréttum | 1078 orð | 3 myndir

Telja sig besta tónlistargengi landsins

Brynjar Barkarson og Aron Kristinn Jónasson, sem mynda poppdúóið ClubDub, segja sig besta tónlistargengi landsins. Þeir eiga erfitt með að lýsa tónlistinni sem þeir gera. „Það er ekki hægt, þú verður bara að hlusta á eitthvað af þessu Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 112 orð | 1 mynd

Týnt verk Caravaggios verður til sýnis

Málverkið „Ecce Homo“ eftir ítalska 17. aldar-meistarann Caravaggio, sem hafði fyrir nokkrum árum verið ranglega eignað öðrum málara og næstum selt á uppboði, verður til sýnis á Prado-safninu í Madríd Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Verðlauna myndabækur í stað barnabóka

Íslensku barnabókaverðlaunin breyta um svip og verða myndabókaverðlaun, að því er segir í tilkynningu frá stjórn Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka og hljóta þau um leið nýtt nafn, Sólfaxi – íslensku barnabókaverðlaunin Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Wainwright kennir Brexit um floppið

Rufus Wainwright kennir þröng­sýni Breta eftir Brexit, þ.e. útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, um það að söngleikurinn hans Opening Night hafi floppað í Bretlandi. Hætta þurfi sýningum tveimur mánuðum áður en til stóð vegna dræmrar miðasölu Meira
9. maí 2024 | Menningarlíf | 709 orð | 2 myndir

Það einfalda og hreina heillar mig

Tölur, staðir er yfirskrift sýningar myndlistarmannsins Þórs Vigfússonar í Gerðarsafni, sem stendur til 28. júlí. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis Meira
9. maí 2024 | Myndlist | 809 orð | 3 myndir

Þegar söfn lenda á milli steins og sleggju

Ljóst er að tjáningarfrelsi listamanna er gríðarlega mikilvægt og listasöfn þurfa að vera meðvituð um það og styðja slíkt frelsi. Meira

Umræðan

9. maí 2024 | Aðsent efni | 474 orð | 1 mynd

Hættulegur hallarekstur Reykjavíkurborgar

Þrátt fyrir hámarksskattheimtu og miklar tekjur er reksturinn ósjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Meira
9. maí 2024 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Nám á eigin forsendum

Við tökum fagnandi á móti þeim aukna nemendafjölda sem nú streymir í skólann. Meira
9. maí 2024 | Aðsent efni | 406 orð | 1 mynd

Ófyrirsjáanlegir atburðir kalla á yfirveguð viðbrögð

Ríkisstjórnin heldur yfirveguð um stýrið. Rífur ekki í handbremsuna, rífur ekki í stýrið. Ófyrirsjáanlegir atburðir kalla á yfirveguð viðbrögð. Meira
9. maí 2024 | Aðsent efni | 435 orð | 1 mynd

Slóðaskapur og fúsk

Sífellt eru undirritaðar viljayfirlýsingar sem engu skila. Ferð án fyrirheits í húsnæðismálum – glitrandi umbúðir um lítið innihald. Meira
9. maí 2024 | Aðsent efni | 484 orð | 1 mynd

Til hamingju Kópavogur!

Ný nálgun í menningarstarfi Kópavogs er að þróa starfið í takt við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Meira
9. maí 2024 | Pistlar | 394 orð | 1 mynd

Þetta eru okkar peningar!

Flokkur fólksins hefur sex sinnum mælt fyrir frumvarpi á Alþingi sem kveður á um að hækka frítekjumark lífeyristekna úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði. Í hvert sinn sem málið er tekið fyrir vonumst við til að ríkisstjórnin taki utan um það og… Meira

Minningargreinar

9. maí 2024 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd

Arnheiður Ingólfsdóttir

Arnheiður Ingólfsdóttir fæddist 16. apríl 1942. Hún lést 10. apríl 2024. Arnheiður var jarðsungin 23. apríl 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. maí 2024 | Minningargreinar | 1025 orð | 1 mynd

Benedikt Friðbjörnsson

Benedikt Friðbjörnsson fæddist á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd 4. júní 1934. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 29. apríl 2024. Foreldrar hans voru Jakobína Ólöf Kristjánsdóttir, f. 29. apríl 1911, d Meira  Kaupa minningabók
9. maí 2024 | Minningargreinar | 805 orð | 1 mynd

Haraldur Júlíusson

Haraldur Júlíusson fæddist 11. september 1947. Hann lést 20. apríl 2024. Útför Haraldar fór fram 8. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. maí 2024 | Minningargreinar | 773 orð | 1 mynd

María Ólafsdóttir

María Ólafsdóttir fæddist 20. nóvember 1948. Hún lést 19. apríl 2024. Útför Maríu fór fram 8. maí 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. maí 2024 | Minningargreinar | 394 orð | 1 mynd

Rafnhildur Björk Eiríksdóttir

Rafnhildur Björk Eiríksdóttir fæddist 1. janúar 1943. Hún lést 13. apríl 2023. Útför hennar fór fram 28. apríl 2023. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

9. maí 2024 | Sjávarútvegur | 789 orð | 4 myndir

Fyrirhugað kerfi rýri framtíðartekjur

Eðli skattaumhverfis eldis hér á landi, og þess sem lagt er til í lagareldisfrumvarpi ríkisstjórnarinnar, er annað en skattaumhverfi slíkrar starfsemi í Noregi og Færeyjum. Stærsti munurinn er milli Noregs og núverandi og fyrirhugaðra breytinga á gjaldtöku af eldi hér á landi Meira

Viðskipti

9. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 782 orð | 1 mynd

Kom Skúla á óvart

Mikið er um þessar mundir rætt um hagnýtingu gervigreindar og nú hefur nýtt íslenskt fyrirtæki, á þessu sviði, Spjallmenni.is, haslað sér völl. Fyrirtækið var stofnað af þeim Ástvaldi Ara Guðmundssyni, Daníel Ólafi Stefánssyni Spanó og Róberti Híram Ágústssyni Meira
9. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 165 orð | 1 mynd

Skiptum á Skel investments lokið

Skiptum er lokið á Skel investments ehf. en auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu nýlega. Félagið var úrskurðað gjaldþrota fyrir tíu árum eða í apríl 2014. Eigandi félagsins var AB 190 ehf., sem einnig varð gjaldþrota, en skiptum á því félagi lauk í ágúst 2014 Meira
9. maí 2024 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Spá vaxtalækkun á seinni helmingi ársins

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að stýrvextir verði lækkaðir um hálfa prósentu á seinni helmingi þessa árs og standi í 8,75% um næstu áramót. Seðlabanki Íslands tilkynnti í gærmorgun ákvörðun sína um að stýrivextir yrðu óbreyttir Meira

Daglegt líf

9. maí 2024 | Daglegt líf | 1071 orð | 2 myndir

Ég var fullnýttur þjónn Púkarófu

Púkarófa var mögnuð læða, sérdeilis falleg með gulgræn augu og gríðarlega þrautseig. Hún varð 17 ára, sem er mjög hár aldur fyrir villikött. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að fóstra hana tvö síðustu ár ævi hennar,“ segir Kristín… Meira

Fastir þættir

9. maí 2024 | Í dag | 338 orð

Álft í nýræktinni

Magnús Halldórsson segir á Boðnarmiði að drjúg séu morgunverkin: Ormatínslan er á fullu, ofurhægt þó jörðin grær. Sprækir líka spóar ullu, spangólaði hundur fjær. Ekki er það gott! Guðjón Jóhannesson yrkir: Göt þó séu á guðstrú minni er góð mín sál og hjartahlý Meira
9. maí 2024 | Í dag | 114 orð | 1 mynd

Ásta Hermannsdóttir

40 ára Ásta er fædd og uppalin á Húsavík. Hún lærði snyrtifræði og lauk bæði sveins- og meistaraprófi í greininni. Einnig nam hún næringarfræði við HÍ og lauk BSc-gráðu. Hún starfar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í almennri löggæslu auk þess að reka Smiðjuna æfingabox ásamt fleirum Meira
9. maí 2024 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

Ásýnd og afstaða í forsetakjöri

Hin eiginlega kosningabarátta er loksins hafin, en í slíku persónukjöri skipta ásýnd og ímynd frambjóðenda mun meira máli en einhver ætluð stefnumál í valdalitlu embætti. Andrés Jónsson almannatengill ræðir það við nafna sinn. Meira
9. maí 2024 | Í dag | 176 orð

Eina vörnin. N-AV

Norður ♠ KD8 ♥ 107642 ♦ KD95 ♣ D Vestur ♠ ÁG63 ♥ ÁD ♦ 862 ♣ ÁG84 Austur ♠ 9754 ♥ K85 ♦ 4 ♣ 76532 Suður ♠ 102 ♥ G93 ♦ ÁG1073 ♣ K109 Suður spilar 3♦ Meira
9. maí 2024 | Í dag | 58 orð

Gammur er m.a. frár hestur og að láta gamminn geisa þýðir bókstaflega að…

Gammur er m.a. frár hestur og að láta gamminn geisa þýðir bókstaflega að ríða hratt en annars að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín í frásögn Meira
9. maí 2024 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Bergsteinn Lorange fæddist 30. nóvember 2023 kl. 9.36 í…

Reykjavík Bergsteinn Lorange fæddist 30. nóvember 2023 kl. 9.36 í Reykjavík. Hann vó 3.835 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Jón Lorange og Emma Guðrún Heiðarsdóttir. Meira
9. maí 2024 | Dagbók | 87 orð | 1 mynd

Samdi lag til heiðurs föður sínum

Tónlistarkonan Dagmar Øder gaf nýverið út sitt fyrsta lag til heiðurs pabba sínum sem lést úr krabbameini árið 2015. Hún sagði skrifin hjálpa sér með erfiðar tilfinningar í viðtali í morgunþættinum Ísland vaknar Meira
9. maí 2024 | Í dag | 1036 orð | 3 myndir

Sér upp á Skaga frá heimili sínu

Jón Trausti Ólafsson fæddist 9. maí 1974 á Akranesi og ólst þar upp alla sína æsku. „Akranes er frábært bæjarfélag og það var gott að alast upp á Skaganum sem barn. Við vorum lengra frá höfuðborginni en í dag, það voru miklu færri íbúar á þeim … Meira
9. maí 2024 | Í dag | 164 orð | 1 mynd

Skák

1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. b3 0-0 6. Bb2 c5 7. cxd5 exd5 8. d4 b6 9. Bd3 Rc6 10. dxc5 bxc5 11. 0-0 Bg4 12. h3 Bh5 13. Hc1 Hb8 14. Be2 Dd7 15. Ra4 Re4 16. Ba3 Rb4 17. Bxb4 Hxb4 18. Re5 Dc7 19 Meira

Íþróttir

9. maí 2024 | Íþróttir | 228 orð | 2 myndir

Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard sem hefur hrósað sigri í…

Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard sem hefur hrósað sigri í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, undanfarin tvö ár er byrjaður að hjóla að nýju eftir að hafa viðbeins- og rifbeinsbrotnað við keppni í Baskalandi á Spáni í síðasta mánuði Meira
9. maí 2024 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Eftir tæplega hálftíma símaspjall mitt við hinn einstaka Brynjar Karl…

Eftir tæplega hálftíma símaspjall mitt við hinn einstaka Brynjar Karl Sigurðsson, sem má að hluta til sjá hægra megin við þennan bakvörð, er erfitt fyrir mig að heillast ekki af manninum. Brynjar fer sínar eigin leiðir og er ófeiminn við að segja… Meira
9. maí 2024 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Einar lék fyrsta landsleikinn

Einar Bragi Aðalsteinsson úr FH lék í gærkvöld sinn fyrsta A-landsleik í handknattleik þegar Ísland mætti Eistlandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM 2025. Einar hefur verið í stóru hlutverki hjá FH en hann skoraði 85 mörk í 21 leik í… Meira
9. maí 2024 | Íþróttir | 396 orð | 2 myndir

Fylkir á flesta heimamenn

Fylkir hefur teflt fram flestum uppöldum leikmönnum í Bestu deild karla í fótbolta í fyrstu fimm umferðunum á þessu keppnistímabili en flestir leikmenn í deildinni eru uppaldir í Breiðabliki. Þetta er meðal þess sem sjá má í kortinu hér fyrir ofan… Meira
9. maí 2024 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Ólympíueldurinn til Marseille

Ólympíueldurinn kom í höfn í Marseille í Frakklandi í gær, þaðan sem verður hlaupið með hann í 68 daga áður en eldurinn verður tendraður á upphafsdegi Ólympíuleikanna í París 26. júlí. Eldurinn var tendraður í Ólympíu í Grikklandi 16 Meira
9. maí 2024 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Sektaður um fjórtán milljónir

Bandaríski körfuboltamaðurinn Jamal Murray, leikmaður Denver Nuggets í NBA-deildinni, hefur verið sektaður um 100 þúsund bandaríkjadali, jafnvirði 14 milljóna íslenskra króna. Þegar Denver tapaði öðru sinni fyrir Minnesota Timberwolves í… Meira
9. maí 2024 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Verðmætasta félag heims

Enska félagið Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims, samkvæmt samantekt upplýsingaveitunnar Sportico sem hefur reiknað út verðgildi allra helstu félaganna. Samkvæmt því er United 6,2 milljarða dollara virði, eða um 846 milljarða íslenskra króna Meira
9. maí 2024 | Íþróttir | 980 orð | 3 myndir

Þrjóskukastið rétt að byrja hjá Aþenu

„Þetta er mesta þrjóskupróf sögunnar,“ var það fyrsta sem Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu sagði er hann ræddi við Morgunblaðið í gær. Brynjar stýrði Aþenuliðinu upp í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í fyrsta skipti á… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.