Klopp kvaddur á réttan hátt (myndskeið)

Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn er liðið vann Wolves, 2:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Anfield-vellinum í Liverpool í dag. 

Alexis Mac Allister og Jarell Quansah skoruðu mörk Liverpool en Nelson Semedo leikmaður Wolves hafði áður fengið rautt spjald. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert