Dægurmál
7. febrúar 2025
Vilhjálmur Andri Einarsson heilsuþjálfi hefur um árabil hjálpað fólki að ná tökum á heilsunni með réttri öndun. Hann hóf að aðstoða fólk fyrir nokkrum árum eftir að hafa náð að endurheimta eigin heilsu eftir andlegt og líkamlegt þrot og þráði að líða betur. Vilhjálmur Andri rekur nú sitt eigið heilsustúdió sem nefnist Andri Iceland og í þætti dagsins rekur hann sögu sína í samtali við Kristínu Sif Björgvinsdóttur.