Brutust inn í hraðbanka og átu peninga

Dauð rotta og tættir peningaseðlar.
Dauð rotta og tættir peningaseðlar. AFP

Hún var nokkuð dýr máltíðin sem rotturnar fengu sér í hraðbanka sem þær brutust inn í á Indlandi. Mögulega var aðeins ein rotta að verki en málið liggur nokkuð ljóst fyrir: Étnar voru 1,3 milljónir rúpía eða um 2 milljónir króna. 

Svo virðist sem rotturnar hafi komist inn um gat á bakhlið hraðbankans í norðausturhluta Indlands og byrjað að háma í sig peningaseðlana. 

Um er að ræða hraðbanka hjá State-bankanum sem hafði verið bilaður. Er viðgerðarmaður kom á vettvang þann 11. júní í bænum Tinsukia fannst ein dauð rotta inni í honum og tætlur af fjölda peningaseðla. 

Rannsókn er hafin á málinu.

Þær fóru fyrir lítið rúpíurnar í þessum hraðbanka.
Þær fóru fyrir lítið rúpíurnar í þessum hraðbanka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert