Kenneth To látinn 26 ára að aldri

Kenneth To.
Kenneth To. AFP

Sundmeistarinn Kenneth To lést í dag aðeins 26 ára að aldri. To var í æfingabúðum í Flórída þegar hann veiktist skyndilega og lést skömmu eftir komuna á sjúkrahús.

To, sem er fæddur í Hong Kong en flutti til Ástralíu tveggja ára gamall, hefur bæði keppt fyrir hönd Ástralíu og Hong Kong. Hann fékk meðal annars gullverðlaun á Sambandsleikunum og silfur á heimsmeistaramótinu í sundi. 

Samkvæmt tilkynningu frá íþróttasambandi Hong Kong var To í þriggja mánaða æfingabúðum við Flórídaháskóla þegar hann veiktist. Svo virðist sem hann hafi veikst mjög skyndilega en hann kvartaði yfir vanlíðan eftir æfingu í gær þegar hann kom í búningsklefann. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. 

Nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert