Heitir því að innlima Vesturbakkann

Benjam­in Net­anya­hu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjam­in Net­anya­hu, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Benjam­in Net­anya­hu, forsætisráðherra Ísraels, heitir því að hann muni innlima hluta af landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum standi hann uppi sem sigurvegari í kosningum í Ísrael í næstu viku. Saeb Erekat, háttsettur palestínskur samningamaður, segir að það myndi gera friðarvonir að engu.

Net­anya­hu sagði í dag að nauðsynlegt væri fyrir öryggi og arfleifð Ísraels að innlima stóran hluta Vesturbakkans og Austur-Jerúsalem. 

Talsmaður aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sagði að slík ákvörðun, um að þröngva sínum landamærum á Vesturbakkann, ætti sér ekki heimild í alþjóðalögum. 

Kosningarnar 17. september eru aðrar þingkosningarnar í Ísrael á árinu. Net­anya­hu mistókst að mynda stjórn eftir kosningar í apríl jafn­vel þótt að Likud-flokk­ur hans og sam­herj­ar hans í rík­is­stjórn hafi náð meiri­hluta í kosningunum.

Í stað þess að láta öðrum eftir umboðið setti hann fram tillögu um aðrar kosningar, sem var samþykkt á þinginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert