„Hlýtur að vera í menningunni“

James Clyburn.
James Clyburn. AFP

Bandaríski þingmaðurinn James Clyburn er á meðal þeirra sem hafa fordæmt atvik þegar hvítur lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudag í Atlanta í Georgíu-ríki.

„Það var engin þörf á þessum banvænu aðferðum. Ég veit ekki hvað það er í menningunni sem fær einhvern til að gera þetta. Þetta hlýtur að vera í menningunni. Þetta hlýtur að vera kerfið,“ sagði Clyburn á sjónvarpsstöðinni CNN.

Einhverjir aðgerðasinnar hafa krafist þess að dregið verði úr fjármagni til lögreglunnar og hefur forsetinn Donald Trump tekið undir þau orð. Demókratinn Joe Biden, sem vill verða næsti forseti Bandaríkjanna, hefur tekið annan pól í hæðina og vill að aukið fjármagn fari til lögreglunnar.

Ilhan Omar, þingkona frá Minnesota, segir hugmyndina um að dregið verði úr fjármagninu vera „algjörlega út í hött“ og vill frekar styðja lögregluna á stöðum eins og í heimaborg hennar Minneapolis og byggja hana upp frá grunni.

Ilhan Omar.
Ilhan Omar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert