Ólöglegt að reka fólk vegna kynhneigðar

Úrskurðurinn er mikill sigur fyrir hinsegin samfélagið í Bandaríkjunum.
Úrskurðurinn er mikill sigur fyrir hinsegin samfélagið í Bandaríkjunum. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að það færi gegn alríkislögum um mannréttindi að reka fólk úr starfi vegna kynhneigðar. 

Sex dómarar voru fylgjandi úrskurðinum og þrír á móti, en íhaldssamir dómarar eru nú í meirihluta innan dómstólsins. 

Samkvæmt úrskurðinum nær 7. grein mannréttindalaga frá árinu 1964, sem bannar mismunum á vinnumarkaði á grundvelli kynferðis, einnig yfir kynhneigð, þvert á fullyrðingar Bandaríkjastjórnar. 

Úrskurðurinn er stór sigur fyrir hinsegin samfélagið í Bandaríkjunum eftir því sem fram kemur á BBC. 

Þingmenn demókrata og mannréttindafrömuðir hafa fagnað úrskurðinum á samfélagsmiðlum í dag. 

Úrskurðurinn bindur enda á þrjú aðskilin mál þar sem fyrrverandi starfsmenn kærðu vinnuveitendur sína fyrir brottvikningu úr starfi í kjölfar þess að vinnuveitendurnir komust að því að umræddir starfsmenn væru samkynhneigðir eða transfólk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert