Hámarksfjöldi vegna of þungra ferðamanna

Gondóla-bátur í Feneyjum.
Gondóla-bátur í Feneyjum. AFP

Nýjar takmarkanir hafa verið settar á farþegafjölda í gondóla-bátum í Feneyjum á Ítalíu. Ástæðan er þó ekki sóttvarnaráðstafanir vegna kórónuveirunnar, heldur hækkandi meðalþyngd ferðamanna sem sækja borgina heim. 

„Á síðustu 10 árum eða svo hafa ferðamenn verið að þyngjast – í staðinn fyrir að fá þá til að stíga á vigtina fyrir ferðir ákváðum við að takmarka fjöldann frekar,“ segir Andrea Balbi, forseti Gondólasamtaka Feneyja í samtali við CNN.

AFP

Gondóla-bátar hafa lengi verið vinsælir meðal ferðamanna í Feneyjum, en hámarksfjöldi farþega hefur nú verið lækkaður úr 6 í 5. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert