Átta létust í árásum Rússa í nótt

Rússar skutu á loft 22 flugskeytum og 14 árásardrónum.
Rússar skutu á loft 22 flugskeytum og 14 árásardrónum. AFP/Neyðarþjónusta Úkraínu

Átta létust, þar á meðal tvö börn, í árásum Rússlands á Úkraínu í nótt.

Innviðaráðuneyti Úkraínu segir að árásirnar hafi verið gerðar í Sinelnkívskí-héraði, suðaustur af Dnípró, og í Dnípró-borg.

18 særðust í árásunum og eins og fyrr segir þá létust meðal annars tvö börn. Voru þau á aldrinum sex til átta ára.

22 flugskeyti og 14 árásardrónar

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, gaf í kjölfar árásanna yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.

„Allar þjóðir sem veita Úkraínu loftvarnakerfi, allir leiðtogar sem hjálpa til við að sannfæra bandamenn okkar um að loftvarnakerfi séu betur geymd í borgum og samfélögum sem er ógnað heldur en í vöruhúsum, og allir sem styðja við varnir okkar eru okkar lífsbjörg,“ sagði Selenskí.

Flugher Úkraínu sagði að rússneskar hersveitir hefðu skotið 22 flugskeytum og 14 írönskum árásardrónum á loft í nótt. Allir drónar voru skotnir niður ásamt 15 flugskeytum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert