Andlát: Gunnlaugur Lárusson

Gunnlaugur Lárusson
Gunnlaugur Lárusson

Gunnlaugur Lárusson, fyrrverandi skrifstofustjóri, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. desember s.l., 94 ára að aldri.

Gunnlaugur fæddist í Reykjavík 10. apríl 1923. Foreldrar hans voru Lárus Hansson innheimtumaður Reykjavíkurborgar og Jónína Gunnlaugsdóttir húsmóðir. Gunnlaugur lauk námi frá Samvinnuskólanum og stundaði framhaldsnám í verslunarfræðum í Svíþjóð og Skotlandi. Strax að loknu námi hóf hann störf hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins og vann þar allan sinn starfsferil sem skrifstofustjóri. Hafði Gunnlaugur náið samstarf við bændur um allt land í störfum sínum.

Gunnlaugur var í hópi bestu knattspyrnumanna landsins á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hann lék tvo landsleiki fyrir Ísland, árin 1947 og 1948. Hann starfaði fyrir KSÍ, sat m.a. í landsliðsnefnd um margra ára skeið.

Gunnlaugur var Víkingur alla tíð og lék í 12 ár með meistaraflokki félagsins, flest árin sem fyrirliði liðsins. Hann lét félagsmál mikið til sín taka, sat m.a. í aðalstjórn Víkings um árabil og í bygginganefnd félagsheimilisins við Hæðargarð. Hann varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að miðbæjarfélagið Víkingur flytti í Smáíbúðahverfið, sem þá var í byggingu. Þessi ákvörðun reyndist mikið gæfuspor fyrir félagið. Gunnlaugur var heiðursfélagi Víkings.

Eiginkona Gunnlaugs var Fjóla Gísladóttir, en hún lést 2010. Þau eignuðust fimm börn.

Gunnlaugur verður jarðsunginn frá Lindakirkju í Kópavogi 8. janúar næstkomandi kl. 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert