Tímamót í dómstólasögunni

Í þessu húsi verður Landsréttur þangað til nýtt hús hefur …
Í þessu húsi verður Landsréttur þangað til nýtt hús hefur verið byggt yfir réttinn. Stefnt er að því að það hús rísi á Stjórnarráðsreitnum. mbl.is/RAX

Um áramótin tekur ný dómstólaskipan gildi þegar nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, tekur til starfa í Kópavogi. Þá verða dómstigin þrjú, átta héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur Íslands. Jafnframt tekur ný stjórnsýslustofnun dómstólanna til starfa, Dómstólasýslan.

Iðnaðarmenn hafa unnið að því baki brotnu að gera húsnæðið …
Iðnaðarmenn hafa unnið að því baki brotnu að gera húsnæðið klárt fyrir starfsemi réttarins. Gangar hússins eru bjartir og rúmgóðir. mbl.is/RAX

Í Landsrétti munu starfa 15 dómarar auk löglærðra aðstoðarmanna og annars starfsfólks. Unnið hefur verið að undirbúningi að starfsemi dómstólsins, s.s. gerð málaskrár, kaupum á upptöku- og afspilunartækjum vegna skýrslutöku í hljóði og mynd, vefsíðu og ráðningu starfsfólks. Fyrsti formlegi starfsdagur réttarins verður þriðjudaginn 2. janúar og fljótlega upp úr því er búist við að fyrstu kærumálin berist réttinum. Óljóst er hvenær fyrsta aðalmeðferð fer fram.

Grundvallarbreyting verður

Með tilkomu Landsréttar um næstu áramót verður grundvallarbreyting á dómskerfinu. Dómskerfið verður þriggja þrepa í stað tveggja. Til hins nýja dómstóls verður unnt að skjóta úrlausnum héraðsdómstólanna átta og verða úrlausnir hans endanlegar í flestum málum.

Í sérstökum tilvikum og að fengnu leyfi Hæstaréttar Íslands má skjóta niðurstöðum Landsréttar til Hæstaréttar. Gert er ráð fyrir því að 90-95% þeirra mála sem farið hafa til Hæstaréttar fari til Landsréttar í framtíðinni.

Í húsi Landsréttar hafa verið útbúnir þrír dómsalir. Þeir eru …
Í húsi Landsréttar hafa verið útbúnir þrír dómsalir. Þeir eru útbúnir fullkomnustu tækni sem er völ er á. mbl.is/RAX

Landsréttur mun taka við þeim sakamálum sem áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar en ólokið verður hjá réttinum. Ekki er breytt því fyrirkomulagi að Hæstiréttur ljúki meðferð einkamála sem áfrýjað hefur verið til réttarins þegar Landsréttur tekur til starfa.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu sem kom út 30. desember. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert