Hálka, ófærð og lokaður vegur

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vestfjörðum er hálka á vegum en snjóþekja norður í Árneshrepp. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi og víða skafrenningur á fjallvegum. Dettifossvegur er lokaður. Einnig er hálka og snjóþekja á vegum á Austurlandi og ófært yfir Öxi og Breiðdalsheiði. Snjóþekja er á Suðausturlandi, éljagangur og víða mjög hvasst.

Þá er, líkt og greint hefur verið frá áður, vegurinn undir Eyjafjöllum og yfir Reynisfjall lokaður vegna óveðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert