Hefði getað gert þetta með meiri sóma

Jósep Blöndal læknir.
Jósep Blöndal læknir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þarna er víða hallað réttu máli og farið á svig við sannleikann. Jósep velur að rógbera samstarfsfólk sitt með þessum hætti, fólk sem ég þekki að góðu einu. Hann má níðast á mér sem hann vill og það er eðlilegt að spjót berist að yfirmönnum en ég er auðvitað farinn úr þessu starfi og veit ekki af hverju hann beinir spjótum núna að mér.“

Þetta segir Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HSV). Skrif Jóseps Blöndal, fyrrverandi yfirlæknis sjúkrasviðs HSV í Stykkishólmi, hafa vakið mikla athygli síðustu daga. Jósep lét nýverið af störfum eftir 27 ára starf og fjallar um starfslok sín í pistli á Facebook. Hann lætur ekki vel af framkomu stjórnenda við starfsfólk St. Franciskusspítala í Stykkishólmi og kallar hana einelti.

Jósep gagnrýnir að engin staða hafi verið auglýst þegar HSV varð til við sameiningu átta heilbrigðisstofnana árið 2010. Forstjóra heilsugæslu og Sjúkrahúss Akraness, Guðjóni, hafi verið „falið að sjá um sameininguna sem leiddi til þess, að hver einasti stjórnandi stofnunarinnar hefur síðan verið staðsettur á Akranesi“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert