Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Gunnar Bragi Sveinsson á stofnfundi Miðflokksins á síðasta ári.
Gunnar Bragi Sveinsson á stofnfundi Miðflokksins á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.

Kosin verður bráðabirgðastjórn kjördæmafélagsins og væntanlega verða lög fyrir félagið einnig ákveðin, að sögn Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformaður Miðflokksins.

Bráðabirgðastjórnin mun undirbúa aðkomu Miðflokksfélagsins í Reykjavík að landsþingi flokksins sem verður haldið um miðjan mars.

Á landsþinginu verður gengið frá stefnuskrá Miðflokksins og farið yfir grundvallaráherslur hans.

„Þetta er ein varða af mörgum í því að stofna þennan stjórnmálaflokk. Stóra stundin verður í mars þegar landsþingið verður haldið," segir Gunnar Bragi en þar er miðað við dagsetninguna 17. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert