Kaupa útgáfu Bæjarins besta

Halldór Sveinbjörnsson blaðamaður á Ísafirði flettir Bæjarins besta.
Halldór Sveinbjörnsson blaðamaður á Ísafirði flettir Bæjarins besta. Sigurður Bogi Sævarsson

Fjórir Ísfirðingar hafa keypt fjölmiðlarekstur Bæjarins besta sem er blað og vefmiðill á Ísafirði.

Útgáfan á sér áratuga langa sögu en síðustu misserin hefur Bryndís Sigurðardóttir, undir merkjum fyrirtækisins Athafnagleði ehf., haft þessa starfsemi með höndum og einbeitt sér að fréttaveitu á netinu. Útgáfa prentmiðilsins hefur aftur á móti verið stopul upp á síðkastið, en áður fyrr kom blaðið út vikulega.

„Vestfirðir þurfa rödd í umræðunni og öðru fremur er þetta framtak hugsjónastarf af hálfu okkar kaupendanna, sem tökum yfir lausafé, veðskuldir og þá hefð sem reksturinn byggir á,“ segir Gunnar Þórðarson, stöðvarstjóri Matís á Ísafirði. Hann er einn fjögurra kaupenda en hinir eru Arnar Kristjánsson, útgerðarmaður á Ísafirði, Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish, og Daníel Jakobsson, hótelstjóri og fyrrverandi bæjarstjóri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert