Dómstóll um endurupptöku

M.eð stofnun dómstólsins er verið að tryggja sjálfstæði
M.eð stofnun dómstólsins er verið að tryggja sjálfstæði mbl.is/Kristinn Magnússon

Endurupptökudómur kemur í stað endurupptökunefndar, nái nýtt frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra fram að ganga en frumvarpið lagði hún fram á Alþingi í gær og hyggst mæla fyrir því strax eftir páska.

Dómsmálaráðherra segir að með stofnun þessa nýja dómstóls sé verið að tryggja sjálfstæði dómstóla þannig að framkvæmdavaldið leggi ekki mat á hvort endurupptaka eigi dóma.

„Menn hafa bent á að endurupptökunefnd sé stjórnsýslunefnd, sem er hluti af framkvæmdavaldinu, og það sé óeðlilegt að hún hafi það vald að ákveða hvort dómar skuli enduruppteknir eða ekki,“ segir Sigríður um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Leiðrétt­ing:

Í prentút­gáfu frétt­ar­inn­ar sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í morg­un er því rang­lega haldið fram að end­urupp­tóku­dóm­stóll geti fellt úr gildi dóma. Hið rétta er að það verður aldrei annarra en dóm­stól­anna sjálfra að breyta niður­stöðu dóms. End­urupp­töku­dóm­stól er bara falið að meta hvort skil­yrði séu til end­urupp­töku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert