Sunna væntanleg til landsins

Sunna Elvira Þorkelsdóttir
Sunna Elvira Þorkelsdóttir

„Þetta eru auðvitað mikil gleðitíðindi,“ segir Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem legið hefur lömuð á Spáni undanfarna tvo mánuði, en farbanni hennar frá Spáni hefur nú verið aflétt.

Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, í Morgunblaðinu í dag, en vonir standa til að hún komi til landsins 10. apríl nk.

Sunna var sett í farbann í kjölfar handtöku eiginmanns hennar, Sigurðar Kristinssonar, sem talinn var eiga aðild að fíkniefnainnflutningi. Sunna segir að úrskurður um afléttingu farbannsins sé staðfesting á því sem hún hefur haldið fram frá því að málið hófst. „Ég hef fengið mjög góða umönnun og það hefur verið mikil stígandi í bataferlinu,“ segir Sunna í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka