Hitinn fer upp í 10 stig

Spáð er mestum hita á Suðvesturlandi.
Spáð er mestum hita á Suðvesturlandi.

Það gengur í norðaustan 8 til 13 metra á sekúndu síðdegis.

Rigning eða slydda verður austan til á landinu og snjókoma til fjalla. Úrkomulítið um landið vestanvert, að því er kemur fram í spá Veðurstofu Íslands.

Áfram verða norðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu á morgun. Léttir til á Suður- og Vesturlandi, en úrkoma í öðrum landshlutum, einkum þó austanlands.

Hiti verður frá 1 stigi í innsveitum norðaustan til, upp í 10 stig á Suðvesturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert