Framhaldsskólakennarar sömdu

Guðríður Arnardóttir kveðst sátt við samninginn.
Guðríður Arnardóttir kveðst sátt við samninginn.

Kjarasamningur milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum var undirritaður seint í gærkvöldi í húsakynnum ríkissáttasemjara. Formaður félags framhaldsskólakennara kveðst vera sáttur við samninginn.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar segir að samkomulag hefði náðst eftir 14 klukkustunda fund. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir í samtali við RÚV, að umsamdar launahækkanir væru á svipuðum nótum og stéttarfélög annarra opinberra starfsmanna hafi verið að semja um upp á síðkastið.

Þá segir, að samningurinn sé til skamms tíma, eða fram í mars 2019.

Samningurinn verður í framhaldinu kynntur fyrir félagsmönnum og í framhaldinu verða greidd atkvæði um hann og tekin ákvörðun hvort hann verði samþykktur eða felldur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert