Gerbreytir allri aðstöðu

Landspítalinn. Líkan af nýju húsunum.
Landspítalinn. Líkan af nýju húsunum.

Útboð vegna byggingar Nýs Landspítala við Hringbraut var auglýst í gær. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir 66 þúsund fermetra meðferðarkjarna, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf, sem annast verkefnið, segir að búast megi við miklu raski vegna framkvæmdanna. Þær hafa verið mjög umdeildar og líklegt að svo verði áfram.

Kostnaðurinn við framkvæmdirnar hleypur á mörgum milljörðum. Í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar að nýjar byggingar muni gerbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert