Rigning, kuldi og „sérstök deyfðartíð“ í lofti

Aðeins fimm dagar í júní hafa verið þurrir, með öðrum …
Aðeins fimm dagar í júní hafa verið þurrir, með öðrum orðum væta í 25 daga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Úrkoma hefur aðeins nokkrum sinnum verið meiri í Reykjavík í júní heldur en nú, síðast árið 2014, sýnist ritstjóra bloggsins Hungurdiska, sem er veðurfræðingurinn Trausti Jónsson.

Rigningunum hafi fylgt sérstök deyfðartíð til loftsins um landið sunnan- og vestanvert. Alveg þurrir dagar í mánuðinum séu ekki nema fimm til þessa og verði varla fleiri úr þessu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Úrkomudagafjöldi í júní hafi ekki verið slíkur í Reykjavík nema tvisvar áður, árin 1960 og 1983. Ólíkt hafi farið um þau tvö sumur, það fyrra státi einnig af einum lengsta samfellda þurrkakafla nokkurs sumars í ágúst og sé enn í minnum haft fyrir gæði, en hið síðara hafi verið allt á versta veg, kalt, hvasst og blautt. Hámarkshiti ársins í Reykjavík fram að þessu sé ekki nema 14,3 stig og hæsta hitatala í júní sé 13,2 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert