Yfir 20 gráður á 132 stöðum á sunnudag

Sólbað við Austurvöll.
Sólbað við Austurvöll.

Hæsta 20 stiga hlutfall frá „hitabylgjunni miklu“ fyrir nákvæmlega tíu árum, eða 30. júlí árið 2008, mældist á landinu sl. sunnudag, að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Þá mældust 29,7 gráður á Þingvöllum og 26, 4 stig í Reykjavík. Hitastigið steig mjög hratt í Reykjavík á sunnudagsmorguninn, eða úr 12,7 stigum snemma um morguninn upp í 22,7 stig á hádegi, en hæstur varð hitinn á Patreksfirði 24,7 stig.

Þetta er sjaldgæft í Reykjavík en algengara á Austur- og Norðausturlandi, að því er fram kemur í umfjöllun um hitabylgjuna í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert