RÚV sé óheimil sala auglýsinga

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Síminn telur að RÚV sé óheimilt að selja auglýsingar þar sem slík starfsemi sé ekki rekin í dótturfélagi líkt og lög geri ráð fyrir.

Þetta segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Símanum. Er þessi sýn fyrirtækisins meðal sjónarmiða í kvörtun til fjölmiðlanefndar vegna auglýsingasölu RÚV fyrir HM í fótbolta í sumar.

„Við teljum að lögin hafi verið brotin mjög harkalega. Þau eru frá árinu 2013 og í þeim er kvöð um það að allur samkeppnisrekstur, þ.m.t. auglýsingasala, skuli hafa verið færð í sérstök dótturfélög fyrir 1. janúar 2018. Þetta skilyrði var eitt af því sem varð til þess að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, féll frá rannsókn á ólögmætum ríkisstuðningi við RÚV árið 2013. Það var forsenda fyrir því, að þetta yrði gert. Fimm ár dugðu RÚV ekki til að hlíta lögunum og við teljum að öll auglýsingasala sé RÚV óheimil sem stendur, þ.e.a.s. á meðan RÚV er brotlegt við lög um Ríkisútvarpið,“ segir Magnús í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert