Bætt aðkoma ferðafólks að Dynjanda

Bílastæðið við þessa náttúruperlu Vestfirðinga hefur verið endurbætt.
Bílastæðið við þessa náttúruperlu Vestfirðinga hefur verið endurbætt. Ljósmynd/Vegamálun GÍH

Framkvæmdum við nýtt bílastæði við fossinn Dynjanda fyrir botni Arnarfjarðar lauk endanlega 26. ágúst síðastliðinn, er bílastæðið var málað. Fyrr í sumar var bílastæðið við fossinn stækkað og svo malbikað og aðkoma fyrir ferðafólk orðin allt önnur og betri en hún var áður.

Vegamálun GÍH sá um að mála línur á bílastæðið og í gær birti verktakafyrirtækið loftmyndir á facebooksíðu sinni, þar sem útkoman sést glögglega.

„Það er bara búið að vera að bæta aðgengi fyrir ferðafólk að koma þarna að og gera þetta stórglæsilega svæði aðeins aðgengilegra,“ segir Gautur Ívar Halldórsson hjá Vegamálun GÍH, sem rak endahnútinn á framkvæmdina, sem var unnin á vegum Umhverfisstofnunar.

Ljósmynd/Vegamálun GÍH
Ljósmynd/Vegamálun GÍH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert