Spá allt að 14 stiga hita

Kort/Veðurstofa Íslands

Aðfaranótt fimmtudags hvessir úr norðaustri og má búast við rigningu um tíma um allt land en slyddu eða snjókomu til fjalla, segir í veðurspá Veðurstofu Íslands. Það hlýnar í veðri og er útlit fyrir allt að 14 stiga hita sunnanlands síðdegis á fimmtudag en það kólnar svo aftur á föstudag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun.

„Fremur hæg suðaustanátt í dag og skúrir eða slydduél, en austlægari og rigning á láglendi með norðurströndinni í fyrstu og styttir upp og léttir til þar með deginum. Sunnankaldi eða -strekkingur í nótt og áfram skúrir eða slydduél en léttskýjað norðanlands. Dregur úr úrkomu um landið sunnanvert á morgun og rofar til. Hiti 1 til 6 stig en víða vægt næturfrost inn til landsins,“ segir í hugleiðingum. 

Veðurspá fyrir næstu daga

Suðaustan 3-10 m/s og skúrir eða slydduél, en léttir til um norðanvert landið með deginum. Sunnan 5-13 í nótt og áfram skúrir sunnan- og vestanlands en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Yfirleitt þurrt síðdegis á morgun, en gengur í norðaustan 8-13 og fer að rigna suðaustan til á landinu annað kvöld. Hiti 1 til 6 stig að deginum.

Á miðvikudag:

Sunnan 5-10 m/s og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Yfirleitt þurrt um kvöldið. Hiti 0 til 6 stig. 

Á fimmtudag:
Gengur í austan 13-20, hvassast með suðurströndinni. Víða rigning, en slydda eða snjókoma til fjalla í fyrstu og talsverð rigning suðaustan til. Hlýnandi veður, hiti 4 til 12 stig síðdegis, hlýjast suðvestanlands. 

Á föstudag:
Austan 5-13 m/s og dálítil væta um sunnavert landið en skýjað með köflum norðan til. Norðlægari vindur um kvöldið og fer að rigna norðaustan- og austanlands. Hiti 3 til 8 stig. 

Á laugardag:
Sunnan 5-10 og skúrir eða slydduél um vestanvert landið en þurrt austan til og þar rofar einnig til með deigum. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst. 

Á sunnudag:
Hæg suðlæg átt og stöku skúrir, en léttskýjað um landið norðanvert. Hiti 2 til 6 stig en um og undir frostmarki norðanlands. 

Á mánudag:
Austan 8-15 m/s og rigning en skýjað og úrkomulítið vestan til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert