70 milljóna króna viðauki

Fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavíkk kostar skildinginn.
Fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavíkk kostar skildinginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarstjóri hefur lagt fyrir borgarráð tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna borgarstjórnar upp á tæpar 70 milljónir krónur.

Ástæðan er kostnaður vegna fjölgunar borgarfulltrúa úr 15 í 23 og biðlauna vegna fráfarandi borgarfulltrúa. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, segir ljóst að fjölgunin sem upphaflega hafi verið sögð ekkert kosta muni kosta hundruð milljóna á kjörtímabilinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Eyþór að kostnaðurinn við fjölgun borgarfulltrúa sé smám saman að koma í ljós. Laun fulltrúanna átta sem bætt var við nemi hundruðum milljóna á kjörtímabilinu auk annars kostnaðar. Breytingar á sal borgarstjórnar og vinnuaðstöðu kosti tugi milljóna og jafnvel yfir 100 milljónir. Nú bætist þessar 70 milljónir við.

Fulltrúar meirihlutans í borgarráði létu bóka að þegar fjárhagsáætlun var undirbúin hefði ekki verið unnt að sjá fyrir með vissu hver kostnaður yrði vegna fjölgunar borgarfulltrúa og hver útgjaldaaukinn yrði vegna biðlauna. Eyþór segir að frávikin séu mikil og kostnaðurinn hár. Telur hann að þetta verði ekki síðasti aukareikningurinn. Þessir peningar hefðu betur farið í leikskólana eða önnur þörf verkefni. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert