Þingmenn komnir í jólafrí

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þingið hefur skilað góðu verki í þingstörfum síðustu vikur. 44 mál hafa hlotið afgreiðslu úr nefndum og eru orðin að lögum eða ályktunum Alþingis,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við lok síðasta þingfundar á þessu ári.

Jólahlé þingmanna er hafið en næsti þingfundur er boðaður mánudaginn 21. janúar.

Fjöldi mála voru afgreidd frá Alþingi í dag sem lög og þingsályktanir en þingfundur hófst klukkan 10:30 í morgun. Meðal mála sem urðu að lögum í dag voru fjáraukalög þessa árs, uppreist æru, fjármál stjórnmálasamtaka, útlendinga og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.

Katrín Jakobsdóttir þakkaði fyrir gott samstarf framkvæmdavalds og Alþingis. Hún sagðist vonast til þess að það góða samstarf héldi áfram þegar forsætisnefnd, þingflokksformenn og hún fundi á nýju ári. Að endingu óskaði Katrín landsmönnum gleðilegra jóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert