Tortryggni vegna pálmanna skiljanleg

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, …
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, í þættinum Þingvöllum í dag. mbl.is

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Kristín Soffía Jónsdóttir, sagðist telja viðbrögð við hugmyndum um listaverk í Vogabyggð, fyrirhuguðu hverfi í Reykjavík, ótímabær. Hverfið væri ekki enn risið en umræðan væri eins og verkin yrðu sett upp á næstunni.

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að mjög skiljanlegt væri að fólk væri tortryggið þegar hugmyndir sem þessar kæmu fram. Ekki síst í kjölfar braggamálsins þar sem ekki hafi verið upplýst um mikla umframkeyrslu fyrr en eftir á.

Björt spurði Dóru Björt Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, hvernig það horfði við hennar flokki að tölvupóstar Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkur, vegna málsins hefðu ekki verið birtir í ljósi áherslu flokksins á gegnsæi í stjórnsýslu og stjórnmálum.

Dóra Björt sagði margt hafa verið gert í kjölfar braggamálsins til þess að auka gegnsæi en viðurkenndi að málið hefði vissulega orðið til þess að draga úr trausti. Lagði hún áherslu á mikilvægi þess að málið færi í gegnum faglegt ferli en ekki stjórnmálamenn.

Katrín gagnrýndi að enginn kannaðist við að bera ábyrgð á braggamálinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert