Lélegt skyggni á Hellisheiði

Búast má við talsverðri snjókomu á Hellisheiði til klukkan 13 með lélegu skyggni. Einnig má búast við snjókomu á norðvestanverðu landinu um tíma eftir hádegi og einnig austanlands.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er spáð 15-20 m/s með hríð og takmörkuðu skyggni frá Sandskeiði og austur fyrir fjall. Lægir og hlánar upp úr kl. 13 til 14. Eins í Þrengslum, Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði.   

Færð á vegum 

Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært eða hálkublettir en hálka á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjósarskarði. 

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er í Haukadal og á Heydal. 

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Víða þungfært á Ströndum en unnið að hreinsun. Einhver skafrenningur er á fjallvegum. 

Norðurland: Hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. 

Norðausturland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar og einhver éljagangur. Þæfingsfærð er í Bárðardal og ófært um Hólasand. 

Austurland: Hálka eða snjóþekja á vegum.

Suðausturland: Þar er hálka eða hálkublettir á vegum. 

Suðurland: Hálka eða hálkublettir nokkuð víða en greiðfært á nokkrum köflum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert