Áhrif verkfallsaðgerða á Strætó

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar stéttarfélags munu hafa áhrif á akstur Strætó en hér fyrir neðan má sjá samantekt í þeim efnum miðað við nýjustu breytingar á aðgerðunum. Helsta breytingin er að starfsmenn Hópbíla og Hagvagna munu ekki taka þátt í þeim.

Strætó á höfuðborgarsvæðinu

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir fyrir almenningsvagna Kynnisferða:

Á tímabilinu 1. – 30. apríl 2019 að frátöldum laugardögum og sunnudögum verður vinna lögð niður dag hvern frá kl. 07:00 til 09:00 að morgni og aftur kl. 16:00-18:00 síðdegis.

Boðaðar verkfallsaðgerðir munu hafa töluverð áhrif eftirfarandi leiðir á höfuðborgarsvæðinu; 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36.

Aðrar leiðir hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu taka ekki þátt í framangreindum verkfallsaðgerðum.

Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir munu ekki hafa áhrif á akstursþjónustu fatlaðs fólks:

„Allur akstur með fólk með fötlun verður sjálfkrafa undanþeginn verkfallsaðgerðum stéttarfélagsins Eflingar. Bílstjórum sem starfa við slíkan akstur er því heimilt að sinna störfum sínum með óbreyttum hætti.“

Strætó á landsbyggðinni

Eftirfarandi aðgerðir munu eingöngu hafa áhrif á ferðir leiðar 89 sem aka eftir kl. 12:00 á hádegi á virkum dögum. Ef verkfallsdagar lenda á helgum falla allar ferðir leiðarinnar niður.

Leið 89 ekur milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar.

22. mars 2019 munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í sólarhring, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

28. – 29. mars 2019 munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 2 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

30. mars - 2. apríl 2019 munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

3. – 5. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

6. – 8.apríl munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

9. – 11. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

12. – 14.apríl munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

15. – 17. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

18. – 22. apríl munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

23. – 25. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

26. – 30.apríl munu félagsmenn Eflingar ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

Ótímabundið verkfall hefst klukkan 00:01 þann 1. maí 2019.

Aðrar strætóleiðir á landsbyggðinni verða ekki fyrir áhrifum framangreindra verkfallsaðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert