Ráðherrann fengi að fara til útlanda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að magnað hafi verið að fylgjast með upphafi umræðu um þriðja orkupakka Evrópusambandsins þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson hafi sett út á það að hann væri staddur erlendis.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, hafi bent á það að Sigmundur væri erlendis á vegum Alþingis ásamt fleiri þingmönnum. Guðlaugur Þór hafi sagt að samið hefði verið um það við forystu Miðflokksins að málið yrði tekið fyrir í dag.

Þetta segir Sigmundur að sé rétt. En það hafi verið til þess að utanríkisráðherra gæti farið til útlanda. „Um hvað samdi hann? Að umræðunni yrði flýtt svo hann, ráðherrann, fengi að yfirgefa umræðuna til að fara til útlanda!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert