Flugferðum SAS áfram aflýst

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Eggert

Norræna flugfélagið SAS hefur aflýst tveimur flugferðum í dag sem átti að fara frá Keflavíkurflugvelli vegna verkfalls flugmanna.

Fyrri flugferðin til Kaupmannahafnar átti að hefjast klukkan 9.45 og sú síðari klukkan 11.05 til Ósló. Þetta eru sömu áætlunarferðir og hefur verið aflýst síðustu daga.

Aðspurður segist Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ekki vita hversu marga farþega verkfallið hefur áhrif á. Hann hefur ekkert heyrt um að verkfallið hafi valdið vandræðum hjá Isavia.

„Okkar starfsfólk er alltaf boðið og búið að upplýsa farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll, hvar þeir geti leitað nánari upplýsinga eða fengið lausn á sínum málum ef svona kemur upp,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert