Safnar fyrir skriftarbók fyrir fullorðna

Ingi Vífill, sem hefur mikinn áhuga á leturgerð, leiðbeinir hér …
Ingi Vífill, sem hefur mikinn áhuga á leturgerð, leiðbeinir hér Viktori Hollander á skrautskriftarnámskeiði. Ljósmynd/Aðsend

„Skriftaráhuginn vaknaði sennilega þegar ég neitaði 11 ára að læra lykkjuskrift í gömlum íhaldssömum grunnskóla í Herlev í Danmörku. Mér fannst engin ástæða til þess að breyta skriftinni sem ég hafði lært í grunnskóla á Íslandi en mér var tjáð að ef ég lærði ekki lykkjuskrift þyrfti ég ekki að mæta aftur í skólann,“ segir Ingi Vífill, þrítugur nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.

Hann rekur sprotafyrirtækið Reykjavík Lettering og safnar nú á Karolina Fund fyrir útgáfu á bókinni Skriftarbók fyrir fullorðna. Um hádegi í gær, þegar sex dagar voru eftir af söfnuninni, höfðu safnast 84% af markmiði söfnunarinnar. Þeir sem leggja söfnuninni lið fá bók eða námskeið í skrautskrift fyrir framlag sitt.

„Ég hef skrautskrifað í rúm þrjú ár. Fyrir hálfu ári fór ég að kenna skrautskrift og varð þá var við að margir skammast sín fyrir rithöndina,“ segir Ingi sem bendir á að margir af hans kynslóð glími við rithandarkvíða og sumum jafnöldrum hans finnist þeir skrifa barnalega.

„Það geta allir öðlast fallega rithönd og það gildir í skrift eins og í svo mörgu öðru að æfingin skapar meistarann,“ segir Ingi og bætir við að mikil áhersla hafi verið lögð á hraða bæði í lestri og skrift og í hamaganginum gleymist oft að það sé mikil nautn að skrifa, sérstaklega með góðum blekpenna.

Meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert