Skýjað sunnan- og austanlands

Kort/mbl.is

Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.

Að mestu verður bjart annars staðar og allvíða skýjað eða þokuloft við ströndina.

Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig að deginum, hlýjast inn til landsins. 

Á morgun verður norðaustlæg átt og 5 til 13 metrar á sekúndu og bjartviðri suðvestanlands framan af degi en skýjað og úrkomulítið í öðrum landshlutum.

Víða verður rigning eða skúrir undir kvöld en þurrt um landið vestanvert. Kólnandi veður, einkum fyrir norðan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert